Efnahagsmál - 

07. nóvember 2001

Ný WTO-lota?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ný WTO-lota?

Nú stendur fyrir dyrum ráðherrafundur Heimsviðskipta-stofnunarinnar (WTO) í Doha í Quatar, þar sem gera á tilraun til að koma af stað nýrri samningalotu um aukið frelsi í viðskiptum. Samtök atvinnulífsins telja afar mikilvægt að stofnuninni takist að ýta úr vör nýrri samningalotu og leggja áherslu á að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum til að svo megi verða. Á dögunum rituðu samtökin utanríkisráðuneytinu bréf þar sem m.a. er tekið fram að fyrirhuguð samningalota verði að taka fullt tillit til hagsmuna og sérþarfa þróunarríkja. Skapa verði þessum ríkjum nauðsynlegt svigrúm til aðlögunar með fulla þátttöku að markmiði.

Nú stendur fyrir dyrum ráðherrafundur Heimsviðskipta-stofnunarinnar (WTO) í Doha í Quatar, þar sem gera á tilraun til að koma af stað nýrri samningalotu um aukið frelsi í viðskiptum. Samtök atvinnulífsins telja afar mikilvægt að stofnuninni takist að ýta úr vör nýrri samningalotu og leggja áherslu á að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum til að svo megi verða. Á dögunum rituðu samtökin utanríkisráðuneytinu bréf þar sem m.a. er tekið fram að fyrirhuguð samningalota verði að taka fullt tillit til hagsmuna og sérþarfa þróunarríkja. Skapa verði þessum ríkjum nauðsynlegt svigrúm til aðlögunar með fulla þátttöku að markmiði.

Varðandi einstök efnisatriði samningaviðræðna vilja SA jafnframt leggja áherslu á eftirfarandi atriði:

- Fríverslun með allar sjávarafurðir.

- Að dregið verði úr viðskiptahömlum sem hvort heldur byggjast á tollvernd eða tæknilegum hindrunum.

- Afnám allra samkeppnistruflandi ríkisstyrkja, t.d. í sjávarútvegi, landbúnaði og skipasmíðum.

- Frjáls þjónustuviðskipti og greiðari rafræn viðskipti.

- Greiðari viðskipti með landbúnaðarafurðir, með sérstöku tilliti til hagsmuna þróunarríkja.

- Einfaldara og gagnsærra skipulag WTO með það fyrir augum að auðvelda meiri þátttöku smærri ríkja í samstarfinu.  Brýnt er að meðferð ágreiningsmála verði á sama hátt einfölduð og gerð skilvirkari.

- Greiðari fjárfestingar í alþjóðaviðskiptum, sem ásamt greiðari markaðsaðgangi eru forsenda nauðsynlegrar útrásar fyrirtækja á Íslandi sem annars staðar.

- Að opinber útboð verði frjáls á alþjóðamörkuðum.

- Að skýrar niðurstöður fáist hvað varðar sambandið á milli umhverfissjónarmiða og viðskiptahagsmuna.

Loks telja SA að málefnum vinnumarkaðarins og félagslegum áherslum eigi að halda á þeim vettvangi sem þegar hefur verið skapaður, svo sem ILO.

Samtök atvinnulífsins