Ný tækifæri til atvinnuþátttöku

Öryrkjabandalag Íslands og Vinnumálastofnun efna til ráðstefnu um ný tækifæri til atvinnuþátttöku í samstarfi við Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins. Ráðstefnan fer fram í Gullhömrum fimmtudaginn 22. mars frá kl. 9-16. Fjölbreytt erindi eru á dagskrá auk pallborðsumræðna en Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, mun m.a. fjalla um aðkomu atvinnurekenda að starfsendurþjálfun í ljósi nýrrar skýrslu örorkumatsnefndar. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráning á vef Öryrkjabandalags Íslands.