Ný störf verða ekki til án stöðugleika

Til að hægt sé að skapa störf á Íslandi á næstu árum er algjör grundvallarforsenda að hér ríki stöðugleiki. Þetta er mat Hilmars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra CAOZ. Vegna umróts í efnahagslífinu eru starfsmenn CAOZ aðeins 8 en ekki 30 eins og til stóð. Þrátt fyrir það er þó er mikill kraftur í fyrirtækinu sem er með teiknimynd um þrumugoðið Þór í framleiðslu, tölvuleik og mynd um Egilssögu. Fyrirtækið hefur jafnframt átt í viðræðum við erlenda dreifingaraðila um mögulega framleiðslu á Þór 2.

Hægt er að horfa á viðtalið hér á vef SA