Ný stjórn Samtaka atvinnulífsins 2012-2013
Lýst hefur verið kjöri stjórnar Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2012 til 2013. Ný inn í stjórnina koma Ólafur Marteinsson, Ramma hf., Gunnar Sverrisson ÍAV hf., Svana Helen Björnsdóttir, Stika ehf. og Jens Pétur Jóhannsson Rafmagnsverkstæði JRJ ehf. Jens var áður áheyrnarfulltrúi í stjórninni sem fulltrúi SART, Samtaka rafverktaka, en kemur inn sem fullgildur stjórnarmaður eftir að SART og Samtök iðnaðarins sameinuðust í nóvember 2011. SART var áður eitt átta aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins en við sameininguna fækkaði þeim í sjö.
Úr stjórninni ganga Hermann Guðmundsson, N1 hf., Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitári ehf., Loftur Árnason, Ístaki hf. og Kristín Pétursdóttir, Auði Capital hf.
Vilmundur Jósefsson var kjörinn formaður af félagsmönnum SA 2012-2013 í aðdraganda aðalfundar SA 2012 með 92,6% greiddra atkvæða. Stjórn SA er skipuð 20 mönnum auk formanns, hún mótar stefnu og megináherslur samtakanna, m.a. fyrir gerð almennra kjarasamninga.
Stjórn SA 2012-2013
Nafn Vinnustaður
Adolf Guðmundsson Gullberg ehf.
Arnar Sigurmundsson Samtök fiskvinnslustöðva
Árni Gunnarsson Flugfélag Íslands ehf.
Birna Einarsdóttir Íslandsbanki hf.
Finnur Árnason Hagar hf.
Friðrik Jón Arngrímsson Landssamband ísl. útvegsmanna
Grímur Sæmundsen Bláa lónið hf.
Guðmundur H. Jónsson Norvik hf.
Gunnar Sverrisson ÍAV hf.
Helgi Magnússon Eignarhaldsfélag Hörpu ehf.
Hjörleifur Pálsson Össur hf.
Jens Pétur Jóhannsson Rafmagnsverkstæði RJR ehf.
Margrét Kristmannsdóttir PFAFF hf.
Ólafur H. Marteinsson Rammi hf.
Ólafur Rögnvaldsson Hraðfrystihús Hellissands hf.
Rannveig Rist Alcan á Íslandi hf.
Sigríður Margrét Oddsdóttir Já Upplýsingaveitur ehf.
Sigurður Viðarsson Tryggingamiðstöðin hf.
Svana Helen Björnsdóttir Stiki ehf.
Tryggvi Þór Haraldsson RARIK ohf.