Ný stjórn Samtaka atvinnulífsins (1)

Lýst hefur verið kjöri stjórnar SA fyrir starfsárið 2002-2003.  Nýir koma inn í stjórnina þeir Bjarni H. Matthíasson, Raflögnum Íslands, Guðlaugur Adolfsson, Fagtak, Gunnar Felixsson, Tryggingamiðstöðinni og Jón Helgi Guðmundsson, BYKO.

Úr stjórninni ganga þeir Einar Sveinsson, Sjóvá-Almennum, Ómar Hannesson, Rafsól og Sigurður R. Helgason, Björgun, auk Þórarins V. Þórarinssonar sem sagði sig úr stjórninni þann 17. desember sl.

Stjórn SA 2002-2003 skipa:

Arnar Sigurmundsson, Samtökum fiskvinnslustöðva
Bjarni H. Matthíasson, Raflögnum Íslands ehf.
Brynjólfur Bjarnason, Granda hf.
Friðrik J. Arngrímsson, Landssambandi ísl. útvegsmanna
Guðlaugur Adolfsson, Fagtak ehf.
Gunnar Felixsson, Tryggingamiðstöðinni hf.
Gunnar Tómasson, Þorbirni-Fiskanes hf.
Halldór J. Kristjánsson, Landsbanka Íslands hf.
Ingimundur Sigurpálsson, Eimskipafélagi Íslands hf.
Jón Helgi Guðmundsson, BYKO
Kristinn Björnsson, Skeljungi hf.
Ólafur Ólafsson, Samskipum hf.
Rannveig Rist, Íslenska álfélaginu hf.
Signý Guðmundsdóttir, Guðmundi Jónassyni ehf.
Sigurður Helgason, Flugleiðum hf.
Stefán Friðfinnsson, Íslenskum aðalverktökum hf.
Sveinn Hannesson, Samtökum iðnaðarins
Þorgeir Baldursson, Prentsm. Odda hf.
Tryggvi Jónsson, Baugi hf.
Vilmundur Jósefsson, Gæðafæði ehf.