Vinnumarkaður - 

29. Júní 2006

Ný kaupgjaldsskrá SA, ásamt skýringum og leiðbeiningum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ný kaupgjaldsskrá SA, ásamt skýringum og leiðbeiningum

Í kjölfar kjarasamninga SA við ASÍ og landssambönd þess um taxtaviðauka hafa SA gefið út nýja kaupgjaldsskrá sem gildir frá 1. júlí 2006. Samningarnir sem undirritaðir voru 22. júní sl. kveða ekki á um almenna hækkun launa, heldur einungis krónutöluviðbætur við kjarasamningbundna launataxta. Þá gerði forsendunefnd sú sem starfar skv. kjarasamningum samkomulag um einstaklingsbundna launaþróunartryggingu sem tryggir launamönnum að lágmarki 5,5% launahækkun á tímabilinu júní 2005-júní 2006. Sjá nýja kaupgjaldsskrá SA, samningana frá 22. júní og ítarlegar skýringar og leiðbeiningar á vef SA.

Í kjölfar kjarasamninga SA við ASÍ og landssambönd þess um taxtaviðauka hafa SA gefið út nýja kaupgjaldsskrá sem gildir frá 1. júlí 2006. Samningarnir sem undirritaðir voru 22. júní sl. kveða ekki á um almenna hækkun launa, heldur einungis krónutöluviðbætur við kjarasamningbundna launataxta. Þá gerði forsendunefnd sú sem starfar skv. kjarasamningum samkomulag um einstaklingsbundna launaþróunartryggingu sem tryggir launamönnum að lágmarki 5,5% launahækkun á tímabilinu júní 2005-júní 2006. Sjá nýja kaupgjaldsskrá SA, samningana frá 22. júní og ítarlegar skýringar og leiðbeiningar á vef SA.

Samtök atvinnulífsins