Ný kaupgjaldskrá fyrir samþykkta samninga (1)

Ný kaupgjaldsskrá hefur verið birt á vef Samtaka atvinnulífsins og gildir fyrir félagsmenn þeirra 25 stéttarfélaga sem samþykktu kjarasamningana sem undirritaðir voru 21. desember 2013. Laun félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem samþykktu kjarasamningana hækka, en laun annarra verða óbreytt.

Kaupgjaldsskráin gildir ekki fyrir félagsmenn þeirra 24 stéttarfélaga sem felldu kjarasamningana. Laun viðkomandi starfsmanna hækka ekki fyrr en samningar komast á milli Samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga sem felldu samningana.

Kaupgjaldsskrá nr. 17 (PDF)

Stéttarfélög sem samþykktu samningana:

Félög innan Starfsgreinasambandsins:

Afl - Starfsgreinafélag Austurlands, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis og Verkalýðsfélag Vestfirðinga.

Félög verslunarmanna:

VR, Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri, Verslunarmannafélag Skagfirðinga, Verslunarmannafélag Suðurlands og verslunarmannadeildir verkalýðsfélaganna Stéttarfélags Vesturlands (Borgarnesi), Stéttarfélagsins Samstöðu (Blönduósi) og Verkalýðsfélags Vestfirðinga.

Félög innan Samiðnar:

Byggiðn - Félag byggingamanna, Félag iðn-og tæknigreina, Félag járniðnaðarmanna, Ísafirði, Félag málmiðnaðarmanna, Akureyri, Iðnsveinafélag Húnvetninga, Iðnsveinafélag Skagafjarðar og iðnaðarmannadeildir verkalýðsfélaganna Stéttarfélags Vesturlands, Verkalýðsfélags Vestfirðinga /Sveinafélags byggingamanna og Verkalýðsfélags Þórshafnar.

Iðnaðarmannafélög:

Félag bókagerðarmanna, Félag hársnyrtisveina og Matvís - matvæla- og veitingafélag Íslands.

Stéttarfélög sem felldu samningana:

Félög innan Starfsgreinasambandsins:

Aldan stéttarfélag (Skagafirði), Báran stéttarfélag (Árnessýsla utan Ölfuss), Drífandi stéttarfélag (Vestmannaeyjum), Eining-Iðja (Akureyri), Framsýn stéttarfélag (Húsavík), Stéttarfélagið Samstaða (Blönduósi), Stéttarfélag Vesturlands (Borgarnesi), Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðsfélag Snæfellinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar

Flóabandalagið:

Efling stéttarfélag (höfuðborgarsvæði), Verkalýðsfélagið Hlíf (Hafnarfirði) og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

Félög verslunarmanna:

Verslunarmannafélag Suðurnesja og verslunarmannadeildir verkalýðsfélaganna Afls-starfsgreinafélags Austurlands, Framsýnar stéttarfélags (Húsavík), Verkalýðsfélags Snæfellinga og Verkalýðsfélags Þórshafnar

Félög innan Samiðnar:

Iðnaðarmannadeildir Verkalýðsfélags Akraness og Þingiðnar (Húsavík).

Félög iðnaðarmanna

Rafiðnaðarsamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna.

Félag leiðsögumanna felldi sinn samning og Félag mjólkurfræðinga átti ekki aðild að samningunum 21.12.2013.