Ný heimasíða Vinnueftirlitsins

Opnuð hefur verið ný heimasíða Vinnueftirlitsins, með breyttri slóð frá fyrri síðu. Á síðunni má m.a. nálgast lög, reglur og reglugerðir um vinnuverndarmál. Þá er þar að finna fróðlegar greinar, t.d. um nýja eftirlitsaðferð, aðlagað eftirlit, sem verið er að þróa. Nýja heimasíðan er hluti af sam-evrópskum vef sem Vinnueftirlitið er nú að tengjast. Sjá nýju síðuna.