Ný framkvæmdastjórn SA skipuð 2010-2011
Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins 21. apríl 2010 var skipuð ný framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2010-2011. Framkvæmdastjórn SA er skipuð formanni og varaformanni samtakanna ásamt 6 mönnum sem stjórnin kýs úr hópi stjórnarmanna. Í framkvæmdastjórn SA 2010-2011 sitja auk Vilmundar Jósefssonar, formanns SA, og Gríms Sæmundsen, varaformanns SA, Birna Einarsdóttir, Finnur Árnason, Friðrik J. Arngrímsson, Helgi Magnússon, Margrét Kristmannsdóttir og Rannveig Rist.
Á aðalfundi SA 21. apríl var ákveðið að fjölga um einn í framkvæmdastjórn SA en úr framkvæmdastjórninni gekk Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital.
Framkvæmdastjórn SA stýrir starfsemi samtakanna í samræmi við
stefnumörkun stjórnar og aðalfundar.
Framkvæmdastjórn SA 2010-2011:
Vilmundur Jósefsson formaður Gæðafæði ehf.
Grímur Sæmundsen varaformaður Bláa Lónið hf.
Finnur Árnason Hagar hf.
Friðrik J. Arngrímsson Landssamb ísl. útvegsmanna
Helgi Magnússon Samtök iðnaðarins
Birna Einarsdóttir Íslandsbanka hf.
Margrét Kristmannsdóttir PFAFF hf.
Rannveig Rist Alcan á Íslandi hf.