Niðurstaða gerðardóms kol­röng

Þor­steinn Víg­lunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að vinnu­brögð og niðurstaða gerðardóms um launa­hækk­an­ir hjúkr­un­ar­fræðinga og BHM veki furðu. Þor­steinn seg­ir í samtali við mbl.is að gerðardóm­ur hafi kastað mjög til hend­inni við sína vinnu og að grund­vall­ar­atriði, eins og að leita staðfest­ing­ar á kostnaði við samn­inga á al­menn­um vinnu­markaði, hafi verið van­rækt.

Umfjöllunina í heild má lesa hér að neðan.

„Niðurstaða gerðardóms vek­ur furðu og það vek­ur furðu hversu óvönduð vinnu­brögð gerðardóm­ur hef­ur haft við vinnslu úr­sk­urðar­ins. Gerðardóm­ur hafði ekk­ert sam­ráð né leitaði neinna staðfest­inga hjá okk­ur né Alþýðusam­band­inu um þá kostnaðarút­reikn­inga sem lágu að baki kjara­samn­ing­um al­menna vinnu­markaðar­ins,“ seg­ir Þor­steinn.

Launa­hækk­an­ir sam­bæri­legra stétta á bil­inu 15-17%

Þor­steinn seg­ir að gerðardóm­ur hafi byggt mat sitt á launa­hækk­un­um á al­menn­um vinnu­markaði á kynn­ing­ar­bæk­lingi frá Efl­ingu þar sem sér­stak­lega var verið að kynna hlut­falls­leg­ar launa­hækk­an­ir tekju­lægstu stétta.

„Gerðardóm­ur geng­ur út frá því að hækk­an­ir á al­menn­um vinnu­markaði hafi verið 24% á meðan kostnaðarmat samn­ingsaðila lá á bil­inu 18-19%. Þá er ekki tekið til­lit til þess að um var að ræða samn­inga sem sner­ust um að hækka lægstu laun­in sér­stak­lega. Sam­bæri­leg­ir tekju­hóp­ar og gerðardóm­ur var að úr­sk­urða um, fengu hækk­an­ir á bil­inu 15-17%,“ seg­ir Þor­steinn og bæt­ir við: 

„Niðurstaða gerðardóms er ein­fald­lega kol­röng hvað varðar for­send­ur um það sem samið var um á al­menn­um markaði. Það lágu fyr­ir mjög ít­ar­leg­ar grein­ing­ar af hálfu beggja samn­ingsaðila sem að báru í öll­um meg­in­at­riðum sam­an um samn­ings­kostnað. Það hefði verið sjálfsagt mál að fara yfir það með gerðardómi svo það lægju rétt­ar for­send­ur fyr­ir niður­stöðu hans. Það kom mjög á óvart að það hefði ekki verið gert.“

Stang­ast á við þrjú meg­in­sjón­ar­mið

Þor­steinn seg­ir að gerðardómi hafi verið gert að horfa til þriggja meg­in­sjón­ar­miða við úr­sk­urð sinn; launaþróun sam­bæri­legra hópa, kjara­samn­inga sem gerðir voru eft­ir 1. maí og að úr­sk­urður­inn verði ekki til þess fall­inn að raska efna­hags­leg­um stöðug­leika.

Þá hafi dóm­ur­inn skautað fram­hjá launaþróun sam­bæri­legra hópa í úr­sk­urði sín­um, hann hafi ekki leitað staðfest­inga á samn­ings­kostnaði kjara­samn­inga sem gerðir voru eft­ir 1. maí og það veki furðu að gerðardóm­ur meti það svo að áhrif úr­sk­urðar­ins á efna­hags­leg­an stöðug­leika verði eng­in.

Mat gerðardóm­ur hafi verið að einu áhrif­in á efna­hags­leg­an stöðug­leika væru ef niðurstaða hans yrði um­fram það sem samið hafi verið um á al­menn­um vinnu­markað. Þor­steinn bend­ir á að þar sem að gerðardóm­ur geng­ur út frá röng­um for­send­um um launa­hækk­an­ir á al­menn­um vinnu­markaði hljóti niðurstaðan að hafa í för með sér launa­hækk­an­ir um­fram aðra samn­inga sem get­ur þar með haft tölu­verð áhrif á efna­hags­leg­an stöðug­leika.