Nauðsynlegar umbætur í fjármálum hins opinbera - tillögur SA kynntar 16. júní

Samtök atvinnulífsins efna til morgunverðarfundar um nauðsynlegar umbætur í fjármálum hins opinbera, miðvikudaginn 16. júní, á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum verður kynnt nýtt rit SA um fjármál hins opinbera og tillögur SA til umbóta. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra mun á fundinum bregðast við tillögum SA og fjalla um fjármál ríkisins. Sérstakur gestur fundarins verður David Croughan frá samtökum atvinnurekenda á Írlandi og mun hann m.a. segja frá aðgerðum Íra í kreppunni.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, mun kynna tillögur SA en að afloknum framsöguerindum Steingríms J. Sigfússonar og David Croughan fara fram umræður.

Í umræðunum taka þátt, Bjarni Benediktsson, alþingismaður,  Kirstín Flygenring hagfræðingur, Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður, Steingrímur Ari Arason, forstjóri og Sigríður Guðjónsdóttir lögreglustjóri.

Fundarstjóri er Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu.

Fundurinn hefst kl. 8:30 í salnum Gullteig og verður lokið kl. 10:00. Léttur morgunverður og skráning frá kl. 8:00.

Þátttakendur fá eintak af nýju riti SA um fjármál hins opinbera. 

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA hér að neðan:

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU