Námskeiðaröð SA um starfsmannamál - skráning stendur yfir
Samtök atvinnulífsins halda á næstunni námskeið um starfsmannamál fyrir félagsmenn sína bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. Boðið verður upp á tvö námskeið. Annars vegar um túlkun og framkvæmd kjarasamninga þar sem farið verður yfir almenn atriði í kjarasamningum og löggjöf og hins vegar námskeið um nýjungar og sérhæfða þætti starfsmannamála. Við kennsluna verður stuðst við Vinnumarkaðsvef SA. Námskeiðin eru eingöngu ætluð félagsmönnum SA og eru þeim að kostnaðarlausu.
Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig í síma 591-0000, eða með því að senda póst á netfangið sa@sa.is (með nafni þátttakanda og fyrirtækis).
Túlkun og framkvæmd kjarasamninga og laga um
starfsmannamál
Farið verður yfir helstu reglur sem þarf að hafa í huga
við ráðningar og uppsagnir starfsmanna, veikindi, orlof,
framsetningu launa o.fl. sem reynir á bæði við stjórnun starfsmanna
og launaútreikning. Námskeiðið er ætlað þeim sem fara með
starfsmannamál, þ.m.t. starfsmenn í launavinnslu.
Námskeiðið verður haldið í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35
á 6. hæð.
Hægt er að velja um fjórar dagsetningar:
- þriðjudaginn 13. febrúar kl. 8:45-11:45,
- fullbókað!
- miðvikudaginn 14. febrúar kl.
13:30-16:30,
- föstudaginn 16. febrúar kl.
8:45-11:45 eða
- fimmtudaginn 22. febrúar kl.
13:30-16:30.
Nýjungar í löggjöf og kjarasamningum og sérhæfðir þættir
starfsmannamála
Fjallað verður um nýjungar í löggjöf og kjarasamningum, nýjar
EES-reglur sem snerta starfsmannamál fyrirtækja og ýmsa sérhæfða
þætti, s.s. ráðningarmál sérfræðinga og stjórnenda, framkvæmd
jafnréttislaga, aðilaskipti að fyrirtækjum, áhættumat í fyrirtækjum
og reglur um erlenda starfsmenn. Námskeiðið er einkum ætlað
starfsmannastjórum og öðrum sem fara með starfsmannamál.
Námskeiðið verður haldið í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35
á 6. hæð.
Hægt er að velja um þrjár
dagsetningar
- þriðjudaginn 13. febrúar kl.
13:30 - 16:30,
- fimmtudaginn 15. febrúar kl. 8:45 -
11:45
- fimmtudaginn 22. febrúar kl. 8:45 - 11:45
Einnig verða haldin sambærileg námskeið utan Reykjavíkur.
Akureyri mánudaginn 5. mars á Hótel KEA.
Námskeiðið verður tvískipt, annars vegar um túlkun kjarasamninga og laga um starfsmannamál kl. 9:30 - 12:30 og hins vegar um nýjungar og sérhæfða þætti starfsmannamála kl. 13:30-16:30.
Reyðarfirði þriðjudaginn 6. mars í Safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju.
Námskeiðið verður tvískipt, annars vegar um túlkun kjarasamninga og laga um starfsmannamál kl. 9:00-12:00 og hins vegar um nýjungar og sérhæfða þætti starfsmannamála kl. 13:00-16:00.
Vestmannaeyjum - nánar auglýst síðar.