Námskeið um markaðsrannsóknir útflutningsfyrirtækja

Útflutningsráð Íslands hefur fengið Jean Sutton, einn af færustu ráðgjöfunum á sínu sviði til þess að halda námskeið um alþjóðamarkaðsrannsóknir. Hún hefur einnig fengið í lið með sér einn af samstarsfélögum sínum, Joyce Gledhill sem sérhæfir sig í upplýsingaöflun í Eystrasaltslöndunum og mun hann halda einnar klukkustundar fyrirlestur á seinni hluta námskeiðsins. Námskeiðið fer fram á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 23. nóvember og föstudaginn 24. nóvember og stendur frá klukkan 09.00-16.00 báða dagana. Nánari upplýsingar og skráning á vef Útflutningsráðs.