Námskeið SA um gerð jafnréttisáætlana

Námskeið um gerð jafnréttisáætlana verður haldið miðvikudaginn 6. mars nk.  kl. 10:00 -12:00 í húsakynnum SA að Garðastræti 41. Námskeiðið er opið öllum félagsmönnum SA. Fjallað verður á praktískan hátt um það á hvernig fyrirtæki geti gengið frá jafnréttisáætlun eða jafngildi hennar þannig að lagaskilyrðum sé fullnægt en samkvæmt jafnréttislögum skulu öll fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn gera slíka áætlun eða geta jafnréttismarkmiða í starfsmannastefnu. 


Upplýsingar og skráning á skrifstofu SA, sími 511 5000, netfang. sa@sa.is.