Námskeið: Hefur þú hug á útrás?

Fimmtudaginn 4. september nk. stendur Útflutningsráð fyrir námskeiði sem ætlað er stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækja sem eru að hefja útflutning. Markmiðið er að veita innsýn í ferli útflutnings, hvaða atriði beri að skoða þegar ákvörðun er tekin og hvar leita megi upplýsinga og aðstoðar. Sjá nánar á vef Útflutningsráðs.