Nær 70% fleiri atvinnulausir en í fyrra

Samkvæmt gögnum vinnumiðlana voru 4.567 manns skráðir atvinnulausir í lok nóvember 2002, samanborið við 2.716 í nóvember 2001. Þetta er fjölgun um rúm 68% milli ára. Af skráðum atvinnulausum í nóvember 2002 voru 1.002 einstaklingar eða 21,9% á aldrinum 15-24 ára en 17 % í nóvember 2001. Fjöldi þeirra sem höfðu verið 6 mánuði eða lengur á atvinnuleysisskrá var í lok nóvember 947 einstaklingar eða 20,7% miðað við 14,8% í lok nóvember 2001.

Sjá nánar á heimasíðu Hagstofunnar.