16. Maí 2022

Hringferð SA 2022: Vestmannaeyjar og Selfoss

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hringferð SA 2022: Vestmannaeyjar og Selfoss

Næstu viðkomustaðir hringferðar Samtaka atvinnulífsins 2022 eru Vestmannaeyjar og Selfoss en fundirnir fara fram í þessari viku.

Þriðjudaginn 17.maí heimsækir starfsfólk Samtakanna Vestmannaeyjar og hittir félagsmenn í sal Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja. Skráningu á fundinn má finna hér.

Miðvikudaginn 18.maí heimsækja Samtökin svo Sunnlendinga alla og verða á Hótel Selfossi. Skráningu á fundinn á Selfossi má finna hér.

Í næstu viku verður boðið upp á fund fyrir Austurland en fundurinn fer fram á Icelandair hótel Héraði þann 25.maí n.k. og skráningu á fundinn má finna hér. Auk þess er fundur í Reykjanesbæ á dagskrá 30.maí á Park Inn by Radisson í Keflavík og skráning á þann fund er hafin.

Samtök atvinnulífsins