Myndskeið af aðalfundi á vef SA

Á aðalfundi SA 3. maí sl. voru sýnd myndskeið um árangur atvinnulífsins, árangur stjórnvalda og framtíðarsýnina, undir yfirskriftinni Áfram í úrvalsdeild? Góður rómur var gerður að efni myndskeiðanna þar sem m.a. er rætt við 20 manns, stjórnendur og athafnafólk um stöðu og horfur. Athygli er vakin á því að hægt er að nálgast þessi myndskeið á vef SA.