Myndarlegt íslenskt atvinnulíf (1)

Samtök atvinnulífsins óska eftir ljósmyndum úr íslensku atvinnulífi - af fólki og fyrirtækjum í öllum greinum og öllum landshornum. Myndirnar verða grunnur að Myndarlegu íslensku atvinnulífi - listaverki sem verður frumsýnt þann 18. apríl síðdegis í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu. Þann sama dag fer fram aðalfundur samtakanna í Hafnarhúsinu. Opin dagskrá aðalfundar hefst kl. 16 og lýkur með móttöku SA sem hefst kl. 17:15. Þar er kjörið að efla tengslin við stjórnendur íslenskra fyrirtækja úr öllum greinum.

Myndir má senda á hordur@sa.is með stuttri lýsingu á myndefni. Höfundum mynda sem verða notaðar verður boðið á opnun frumsýningarinnar.