Morgunverðarfundur um heilbrigðan einkarekstur

Samtök atvinnulífsins efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 2. júní nk. kl. 8:15-9:30, þar sem einkarekstur í heilbrigðisþjónustu verður til umræðu. Yfirskrift fundarins er Heilbrigður einkarekstur - tækifæri til sóknar í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Á fundinum verður lagt fram nýtt rit SA um íslenska heilbrigðiskerfið þar sem er m.a. að finna tillögur SA um hvar megi nýta frekar kosti einkarekstrar í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Erindi flytja Sigurður Ásgeir Kristinsson, bæklunarlæknir og framkvæmdastjóri Orkuhússins, og Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri Sóltúns og framkvæmdastjóri Öldungs hf.

Fundarstjóri verður Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Þátttökugjald er kr. 2.500 og er morgunverður innifalinn ásamt ritinu Heilbrigður einkarekstur.

Skráning á fundinn hér, eða í síma 591-0000.