Morgunverðarfundur um erlent starfsfólk á Íslandi

Samtök atvinnulífsins efna til morgunverðarfundar um erlent starfsfólk á Íslandi miðvikudaginn 25. apríl. Yfirskrift fundarins er Góðir Íslendingar – erlent starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði og fer fundurinn fram á Grand Hótel Reykjavík kl. 8:00-10:00. Framsögur flytja Rannveig Sigurðardóttir forstöðumaður greiningardeildar Seðlabanka Íslands, Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA og Sólveig Jónasdóttir verkefnastjóri hjá Alþjóðahúsi. Fundarstjóri er Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Þátttökugjald er kr. 1.500 með morgunverði. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA