Morgunverðarfundur SA og LEX um samkeppnismál

Í lögum er ríkinu heimilað að grípa til aðgerða gegn skipulagi fyrirtækja, taka gögn og ákveða viðurlög gegn meintum brotum. Samtök atvinnulífsins, í samstarfi við LEX lögmannsstofu, efna til morgunverðarfundar fimmtudaginn 22. janúar til að ræða þessi mál en á fundinum verður staða mála á Íslandi borin saman við nágrannalöndin, m.a. í ljósi smæðar og sérstöðu markaðarins. Yfirskrift fundarins er Réttarstaða fyrirtækja og inngrip í rekstur.

Fundurinn fer fram á Icelandair Hotel Natura kl. 8.30-10. Allir eru velkomnir og boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl.  8. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan.

Frummælendur eru Derek Ridyard, hagfræðingur og stofnandi  RBB Economics í Bretlandi. Heimir Örn Herbertsson hæstaréttarlögmaður hjá LEX og Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur hjá SA.

Fundarstjóri er Margrét Kristmannsdóttir, varaformaður Samtaka atvinnulífsins. 

Smelltu hér til að skrá þig