Morgunverðarfundur: Fjölbreytni í forystu og góðir stjórnarhættir skipta máli

Fimmtudaginn 8. mars nk. mun fjölbreyttur hópur úr atvinnulífi og nærumhverfi fyrirtækja fjalla um mikilvægi góðra stjórnarhátta og fjölbreytni í stjórnum, á morgunverðarfundi á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn er m.a. haldinn til að fylgja eftir samstarfssamningi SA, FKA, VÍ, Creditinfo og allra stjórnmálaflokka á Alþingi sem undirritaður var 15. maí 2009 um að fjölga konum í forystusveit íslensks atvinnulífs til loka ársins 2013. Á fundinum verða gefnar út nýjar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja.

Fundurinn hefst kl. 8.15 og verður lokið ekki síðar en kl. 10. Dagskrá og allar nánari upplýsingar eru hér að neðan.

Þátttökugjald er kr. 3.600 með morgunverði sem hefst kl. 8.00. Fundurinn fer fram í sal H-I á 2. hæð Nordica.

Dagskrá á pdf sniði má nálgast hér

Skráning fer fram hér

DAGSKRÁ

Opnunarávarp: Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra

Afhverju skiptir þetta máli?

Hrafnhildur S. Mooney, sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu


Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, NASDAQ OMX Iceland


Berglind Ó. Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá KPMG

Hvernig getum við látið þetta skipta máli?

Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands


Auður Hallgrímsdóttir, stjórnarformaður Sameinaða lífeyrissjóðsins


Birna Einarsdóttir, formaður SFF

Tækifæri fyrir fyrirtæki

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group


Elín Jónsdóttir, lögfræðingur og stjórnarmaður hjá Promens


Fundarstjórar: Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar og stjórnunar HR og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu.

Að fundinum standa Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands, Félag kvenna í atvinnurekstri, Kauphöllin, Samtök verslunar og þjónustu og efnahags- og viðskiptaráðuneytið.