Morgunfundur um samfélagsábyrgð fyrirtækja 19. janúar

Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunfundar um samfélagsábyrgð fyrirtækja miðvikudaginn 19. janúar í Húsi atvinnulífsins kl. 8:30-10:00. Helle Johansen, sérfræðingur hjá Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn, mun kynna Global Compact verkefni S.Þ., en SA eru tengiliður við verkefnið á Íslandi. Þá mun hún ræða almennt um þróun mála sem tengjast samfélagsábyrgð fyrirtækja og svara fyrirspurnum.

Fundurinn fer fram á 6. hæð í Húsi atvinnulífsins - þátttaka tilkynnist með tölvupósti á Hörð Vilberg hjá SA: hordur@sa.is.

Sjá nánar:

Með Global Compact verkefninu vilja SÞ hvetja fyrirtæki til að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að tileinka sér tíu viðmið.

Upplýsingar um Global Compact