Mörg fyrirtæki hafa eflst á undanförnum árum

Fréttastofa Útvarps ræddi við Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra SA,  í tilefni af nýrri könnun SA á rekstrarhorfum aðildarfyrirtækja samtakanna. Vilhjálmur segir hagræðingu eðlileg viðbrögð í samdrætti en það komi þægilega á óvart hve mörg fyrirtæki hafi eflst á síðustu árum. Rúmlega tveir þriðju þeirra séu svo sterk að þau komi til með að standa af sér yfirstandandi erfiðleika . "Það sem þarf að hræðast er sá þriðjungur atvinnulífsins sem stendur veikt og  þar getur syrt í álinn í rekstrinum ef ástandið fer ekki að lagast. Við horfum til þess með ugg ef ástandið lagast ekki og þessi fyrirtæki lenda í miklum erfiðleikum."

Sjá nánar:

Hlusta á frétt RÚV

Niðurstöður könnunar SA