Minni verðbólga í stað launahækkana

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Morgunblaðið gott að taka þátt í að hækka lægstu laun jafnmikið og nú er gert, en merkilegt sé að samningar takist án almennra hækkana. "Stærsta hagsmunamál þeirra sem notið hafa launaskriðs undanfarið er að verðbólga fari niður. Engin launahækkun getur komið í staðinn fyrir það og því eru ekki launahækkanir til þeirra í þessum samningum."

Vilhjálmur segir ennfremur að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 17. janúar, sem gefin var út í tengslum við kjarasamningana, felist  skýr skilaboð. "Ég álít að með sinni yfirlýsingu gefi ríkisstjórnin Seðlabankanum mjög  skýr boð um hvernig haga eigi stefnunni. Hún segir samningana fallna til að auka stöðugleika, og nú skuli lækka vexti." Vilhjálmur segist sérstaklega ánægður með lækkun tekjuskatts á fyrirtæki eins og SA hafi haft frumkvæði um.   

Sjá nánar yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar