Efnahagsmál - 

30. október 2008

Mikilvægt að hefja uppbyggingu strax

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Mikilvægt að hefja uppbyggingu strax

Við höfum sett umtalsverða orku í menntun þjóðarinnar og á óvissutímum sem þessum þurfum við að nýta þessa menntun sem best - finna leiðir til að skapa úr henni verðmæti og velsæld fyrir fólkið í landinu. Við þurfum að nýta alla okkar krafta til að komast yfir áfallið, halda áfram og hefja uppbygginguna strax. Þetta sagði Þór Sigfússon, formaður SA, m.a. í erindi sem hann flutti á 50 ára afmælisráðstefnu BHM sem fór nýverið fram.

Við höfum sett umtalsverða orku í menntun þjóðarinnar og á óvissutímum sem þessum þurfum við að nýta þessa menntun sem best  - finna leiðir til að skapa úr henni verðmæti og velsæld fyrir fólkið í landinu. Við þurfum að nýta alla okkar krafta til að komast yfir áfallið, halda áfram og hefja uppbygginguna strax. Þetta sagði Þór Sigfússon, formaður SA, m.a. í erindi sem hann flutti á 50 ára afmælisráðstefnu BHM sem fór nýverið fram.

Þór kom víða við en hann ræddi meðal annars um hugarfar þjóðarinnar og þá tilhneigingu sem hefur grafið um sig að efast um ungt fólk með hugmyndir. Það sé alvarlegasta ógnunin við framtíð Íslands ef hugarfarið breytist til hins verra.

"Alvarlegasta ógnunin við framtíð Íslands er ekki skuldsetning heldur að hugarfarið breytist til hins verra. Við fáum hert og heiftúðugt hugarfar þar sem kallað er eftir nýju Íslandi, Íslandi þar sem vantrú ríkir á öllu sem viðkemur einkaframtaki og gróða og þar sem þeir sem græða verði útnefndir gróðahyggjumenn og þeir sem tapa eru útnefndir aukvisar. 

Þarna á milli eru síðan starfsmenn gríðarlegrar og vaxandi flóru opinberra fyrirtækja þar sem ungir stjórnmálmenn eða traustir flokksgæðingar sitja í stjórnum og gæta hagsmuna hins breiða fjölda landsmanna. Ef það er planið að lemja niður ungt og vel menntað fólk  sem hefur sýnt frumkvæði og dugnað þá erum við á rangri leið. Það er hvorki skynsamlegt né æskilegt að heil kynslóð ungs fólks stimpli sig út og hverfi til annarra landa - við þurfum á þessu fólki að halda hér heima."

Sjá nánar:

Erindi Þórs Sigfússonar - flutt 23. október 2008 (PDF)

Samtök atvinnulífsins