Mikilvægi menntunar og nýting náttúruauðlinda

Hagvöxtur á Íslandi verður í framtíðinni drifinn áfram af fyrirtækjum sem reiða sig á vel menntað starfsfólk, ekki síst á í iðn- og tæknigreinum. Efla verður raungreinakennslu á öllum skólastigum og bæta árangur nemenda, segir í ályktun Iðnþings Samtaka iðnaðarins. Ennfremur segir að mannauð fyrirtækja þurfi að efla með öllum ráðum, ekki síst gegnum menntakerfið sem sé meginuppspretta þess auðs. Auka verði þátt atvinnulífsins í stjórnun skóla sem sinni þörfum þess fyrir menntaða starfsmenn. Í því felist sameiginlegur ávinningur stjórnvalda, atvinnulífs, skóla og nemenda. Í ályktuninni er einnig rætt um nýtingu náttúruauðlinda og segir m.a. að skapa verði sátt um skynsamlega nýtingu þeirra. Sjá ályktunina í heild á vef SI