Efnahagsmál - 

09. September 2008

Mikilvægi hins smáa og fjölbreytta

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Mikilvægi hins smáa og fjölbreytta

Steinunn Jónsdóttir, athafnakona, var meðal frummælenda á Hugmyndaþingi SA sem fram fór nýverið á Hofsósi. Þar fjallaði hún um mikilvægi hins smáa og fjölbreytta við atvinnuuppbyggingu. Steinunn sagði tækifærin oft liggja í næsta nágrenni okkar og nefndi í því sambandi Listasetrið Bæ á Höfðaströnd sem er aðsetur listamanna og arkitekta yfir sumartímann. Listasetrið er eini staðurinn á landinu þar sem listamenn með ólíkan bakgrunn dvelja samtímis og skiptast á reynslu og þekkingu en markmiðið er að staðurinn nái alþjóðlegri viðurkenningu innan fárra ára sem einstakur staður fyrir listafólk og arkitekta sem geti m.a. sótt sér innblástur í séríslenskar aðstæður.

Steinunn Jónsdóttir, athafnakona, var meðal frummælenda á Hugmyndaþingi SA sem fram fór nýverið á Hofsósi. Þar fjallaði hún um mikilvægi hins smáa og fjölbreytta við atvinnuuppbyggingu. Steinunn sagði tækifærin oft liggja í næsta nágrenni okkar og nefndi í því sambandi Listasetrið Bæ á Höfðaströnd sem er aðsetur listamanna og arkitekta yfir sumartímann. Listasetrið er eini staðurinn á landinu þar sem listamenn með ólíkan bakgrunn dvelja samtímis og skiptast á reynslu og þekkingu en markmiðið er að staðurinn nái alþjóðlegri viðurkenningu innan fárra ára sem einstakur staður fyrir listafólk og arkitekta sem geti m.a. sótt sér innblástur í séríslenskar aðstæður.

Listasetrið Bær á Höfðaströnd

Steinunn sagði stuðning opinberra aðila mikilvægan, en hann ætti einkum að felast í ráðgjöf, t.d. á sviði markaðssetningar sem geti hjálpað mörgum nýsköpunarfyrirtækjum með spennandi vörur yfir erfiða hjalla. Klárlega megi auka áherslu á markaðssetningu í allri nýsköpun.

Fimm þættir velgengi

Steinunn sagði einnig stuðning samfélagins við atvinnuuppbyggingu mjög mikilvægan og nefndi fimm þætti sem þurfi að vera til staðar til að hugmynd að rekstri eða vöru gangi upp. Það sem til þurfi sé sérstaða, sérþekking, staðsetning, stuðningur og styrkur. Sérstaðan byggi fyrst og fremst á náttúrunni sem er ómenguð og óendanleg uppspretta tækifæra. Sérþekking byggi á menntun, hugviti, tengslum, innsæi og sjálfstrausti. Staðsetning sé lykilatriði en jafnframt  hluti af sérstöðunni. Það sem ráði þó á endanum úrslitum um niðurstöðuna sé styrkur stjórnenda, fjármögnun, uppsetning rekstrar og bakhjarlar.

 Ísland veitir innblástur

Sjá nánar:

Glærur Steinunnar (PPTX)

Samtök atvinnulífsins