Mikill áhugi ungra frumkvöðla

Fjöldi framhaldsskólanema sótti kynningarfund Ungra frumkvöðla sem haldinn var í Háskólanum í Reykjavík í vikunni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, fluttu erindi auk stofnenda frumkvöðlafyrirtækjanna TagPlay og MEIRA.

Samtök atvinnulífsins, Arion banki, Eimskip og Landsvirkjun eru helstu stuðningsaðilar Ungra frumkvöðla auk þess sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands, HR og Sjávarklassinn styðja verkefnið. Auk fjárhagsleg stuðnings leggja SA til leiðbeinendur til að aðstoða nemendurna við að þróa hugmyndir sínar.

Reiknað er með að um um 600 nemendur í um helmingi íslenskra framhaldsskóla muni taka þátt í fyrirtækjaverkefni Ungra frumkvöðla 2018. Í verkefninu stofna nemendur sín eigin smáfyrirtæki og fá reynslu af frumkvöðlastarfi. Í samstarfi við Sjávarklasann verða ungir frumkvöðlar sérstaklega hvattir til að koma með hugmyndir um nýsköpun sem tengist hafinu en að sjálfsögðu er opið fyrir allar nýsköpunarhugmyndir.

Frekari upplýsingar má nálgast á: www.ungirfrumkvodlar.is