Mikill áhugi á ráðgjöf um samfélagsábyrgð fyrirtækja

Samtök atvinnulífsins í samstarfi við UNDP í Kaupmannahöfn (Skrifstofu þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna) bjóða stjórnendum fyrirtækja á Íslandi ráðgjöf um Global Compact - Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð, miðvikudaginn 11. janúar 2012 á skrifstofu Samtaka atvinnulífsins, Borgartúni 35, 5. hæð. Mikill áhugi er á ráðgjöfinni og mun fjölbreyttur hópur stjórnenda kynna sér hugmyndafræði Global Compact frá morgni til kvölds en ekki er hægt að taka við fleiri bókunum að sinni.

Sjá nánari umfjöllun á vef SA