Mikill áhugi á Hugmyndaþingi SA á Hofsósi

Það stefnir í húsfylli á Hugmyndaþingi Samtaka atvinnulífsins sem fram fer í Vesturfarasetrinu á Hofsósi, föstudaginn 5. september. Yfirskrift þingsins er Hagvöxt um land allt! Valinkunnir aðilar úr íslensku athafnalífi munu þar deila reynslu sinni af atvinnuuppbyggingu og draga upp mynd af framtíð atvinnulífs á landsbyggðinni. Þinginu stýrir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, en það hefst klukkan 14 og verður lokið um 16:30. SA hvetja áhugasama til að skrá sig sem fyrst á vef SA til að tryggja sér sæti.

Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu