Mikill áhugi á fundi um góða stjórnarhætti í fyrramálið. Fluttur í aðalsal Nordica og opnað á ný fyrir skráningar

Í fyrramálið, fimmtudaginn 8. mars, mun fjölbreyttur hópur úr atvinnulífi og nærumhverfi fyrirtækja fjalla um mikilvægi góðra stjórnarhátta og fjölbreytni í stjórnum, á morgunverðarfundi á Hilton Reykjavík Nordica. Vegna mikils áhuga hefur fundurinn verið fluttur í aðalsal Nordica. Áhugasamir geta því enn bæst í hópinn en fullbókað var orðið á fundinn í morgun þegar um 200 manns höfðu boðað komu sína.

Fundurinn er m.a. haldinn til að fylgja eftir samstarfssamningi SA, FKA, VÍ, Creditinfo og allra stjórnmálaflokka á Alþingi sem undirritaður var 15. maí 2009 um að fjölga konum í forystusveit íslensks atvinnulífs til loka ársins 2013. Á fundinum verða gefnar út nýjar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja.

Fundurinn hefst kl. 8.15 og verður lokið ekki síðar en kl. 10. Dagskrá og allar nánari upplýsingar eru hér að neðan.

Þátttökugjald er kr. 3.600 með morgunverði sem hefst kl. 8.00. Fundurinn fer fram í sal A&B á 1. hæð Nordica.

Athugið nýjan fundarsal!

Dagskrá á pdf sniði má nálgast hér 
 

Skráning fer fram hér

Að fundinum standa Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands, Félag kvenna í atvinnurekstri, Kauphöllin, Samtök verslunar og þjónustu og efnahags- og viðskiptaráðuneytið.

Tengt efni:

 

Samtök atvinnulífsins fjölga konum í stjórnum lífeyrissjóða