Mikill áhugi á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag

Vel á fjórða hundrað manns hafa boðað komu sína á opna dagskrá aðalfundar Samtaka atvinnulífsins sem fram fer á Hótel Nordica í dag undir yfirskriftinni "Ísland af stað". Þar mun fjölbreyttur hópur fólks úr íslensku atvinnulífi kynna hugmyndir sínar um hvernig hægt sé að koma Íslandi af stað - 15.000 Íslendingar eru án atvinnu og því verður að breyta. Opin dagskrá hefst kl. 15 með ávarpi Vilmundar Jósefssonar, formanns SA, og Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.

Þá munu Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og varaformaður SA, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja og Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka sprotafyrirtækja flytja erindi.

Kosningu formanns SA lýkur á hádegi og verður greint frá niðurstöðum hennar á vef SA síðar í dag.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKOÐA DAGSKRÁ AÐALFUNDAR SA 2010