Mikill áhugi á aðalfundi SA á miðvikudaginn

Skráning á aðalfund Samtaka atvinnulífins 2012 gengur vel en hátt á þriðja hundrað stjórnenda úr íslensku atvinnulífi hafa nú þegar boðað komu sína. Yfirskrift fundarins er Uppfærum Ísland en meðal ræðumanna á opinni dagskrá sem hefst kl. 14 er Christoffer Taxell, forystumaður í finnsku atvinnulífi og fyrrverandi menntamálaráðherra Finnlands. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, skráning stendur yfir á vef SA og geta því áhugasamir enn bæst í hópinn.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Vilmundur Jósefsson, formaður SA flytur ávarp og hópur stjórnenda mun ræða um nauðsyn þess að ráðast strax í að uppfæra Ísland. SA munu einnig leggja fram á fundinum beinar tillögur að uppfærslu Íslands, sterkara menntakerfi og öflugra atvinnulífi.

Í umræðum taka þátt, Sjöfn Sigurgísladóttir, einn stofnenda Íslenskrar matorku, Edda Lilja Sveinsdóttir, sviðsstjóri verkfræðisviðs Actavis, Marín Magnúsdóttir, eigandi Practical og Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands.

Fundarstjóri er Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.

Sjáumst á Nordica