Mikill áhugi á aðalfundi SA

Yfir 300 stjórnendur úr íslensku atvinnulífi hafa nú þegar boðað komu sína á opna dagskrá aðalfundar Samtaka atvinnulífsins sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 7. apríl. Skráning á fundinn er í fullum gangi á vef SA og geta því áhugasamir enn bæst í hópinn. Yfirskrift fundarins er Atvinnuleiðin út úr kreppunni og er ljóst af áhuganum að það er ríkur vilji atvinnulífsins að beina sjónum að framtíðinni. Opin dagskrá hefst stundvíslega kl. 14.00 með ávarpi Vilmundar Jósefssonar, formanns SA og Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.

Þá munu fjórir öflugir stjórnendur fjalla um atvinnuleiðina út úr kreppunni. Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Technology Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, Guðmundur Þorbjörnsson framkvæmdastjóri EFLU verkfræðistofu og Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, stjórnarformaður Íslenskra fjallaleiðsögumanna.

Fundarstjóri er Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi.

Áætluð fundarlok eru kl. 16.00.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

OPIN DAGSKRÁ AÐALFUNDAR SA