Menntun og færni til framtíðar - áherslur SA

Samtök atvinnulífsins kynna áherslur SA í menntamálum mánudaginn 4. nóvember á Grand hótel Reykjavík kl. 12-13. Fundargestir fá nýtt rit SA um tækifæri og áskoranir í menntakerfinu. Fundurinn fer fram í salnum Háteigi á fjórðu hæð. Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA. Yfirskrift fundarins er Menntun og færni til framtíðar.

Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu í Sjónvarpi atvinnulífsins á vef SA.

DAGSKRÁ

Setning
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA

Áherslur Samtaka atvinnulífsins í menntamálum
Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA

Umræður
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Stefanía Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar.
Fjölnir Brynjarsson, kennaranemi í Háskóla Íslands.

Fundarstjóri er Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair.

Boðið verður upp á létta hádegishressingu.

SKRÁNING

Skráning