Menntaverðlaun atvinnulífsins 2015 – óskað eftir tilnefningum

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 19. febrúar. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 19. janúar.

Menntafyrirtæki og menntasproti ársins 2015 verða útnefnd en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.

Helstu viðmið fyrir menntafyrirtæki ársins eru m.a.:

  • að skipulögð fræðsla sé innan fyrirtækisins
  • stuðlað sé að menntun og fræðslu umfram það sem ætlast er til í lögum og reglugerðum
  • að starfsfólk taki virkan þátt
  • að hvatning til frekara náms sé til staðar

Helstu viðmið vegna menntasprota ársins eru m.a.:

  • að lögð sé stund á nýsköpun í menntun, -innan fyrirtækis eða í samstarfi fyrirtækja
  • að verkefnið leiði af sér að menntastig hækki
  • samstarf fyrirtækja og samfélags sé til staðar um eflingu fræðslu, innan sem utan fyrirtækja

Tilnefningar sendist í tölvupósti á sa@sa.is – eigi síðar en 19. janúar 2015

Verðlaunin verða veitt á menntadegi atvinnulífsins en þetta er í annað sinn sem dagurinn er haldinn. Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður þar í kastljósinu Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni SAF, SFF, SFS, Samorku, SI, SVÞ og SA.

Samskip var valið menntafyrirtæki ársins 2014 og Nordic Visitor menntasproti ársins 2014. Þú getur horft dagskrána frá deginum 2014 hér og hérna geturðu séð tilnefningar þeirra átta fyrirtækja sem voru tilnefnd sem menntafyrirtæki og menntasproti ársins 2014.

Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.