Menntaverðlaun atvinnulífsins 2014

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða veitt í fyrsta sinn mánudaginn 3. mars 2014 til fyrirtækja sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Menntaverðlaunin verða afhent á menntadeginum á Hilton Reykjavík Nordica. Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður þar í kastljósinu en Samtök atvinnulífsins og sjö aðildarsamtök SA standa að deginum. Menntafyrirtæki ársins og Menntasproti ársins verða verðlaunuð en óskað er tilnefningum. Þrjú fyrirtæki verða tilnefnd í hvorum flokki en frestur til að senda inn tilnefningar er til 31. janúar 2014.

Menntafyrirtæki ársins

Tilnefnd fyrirtæki þurfa að leggja áherslu á mikilvægi menntunar og hafa skýra mennta-og fræðslustefnu sem er fylgt eftir. Við mat á tilnefningum verða gæði fræðslunnar metin og kannað hvort mennta- og fræðslustefnan hafi eflt menntun innan fyrirtækisins og aukið samkeppnishæfni þess.

Menntasproti árins

Tilnefnd fyrirtæki þurfa að hafa aukið áherslu á fræðslu- og menntamál. Við mat á tilnefningum verður skoðað hvort farnar hafi verið nýjar leiðir við eflingu menntunar innan fyrirtækisins og hver aukningin er í þátttöku starfsmanna.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, mun tilkynna um sigurvegara á menntadeginum en dagskráin verður auglýst þegar nær dregur.

Auglýst eftir tilnefningum (PDF)