Menntadagur atvinnulífsins – upptaka

Menntadagur atvinnulífsins er í dag. Bein útsending frá Hörpu hófst kl. 8.30 en upptöka af fyrsta hluta dagsins er aðgengileg hér á vef SA. Fjallað var um læsi í ýmsum myndum og Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt fyrirtækjum sem skara fram úr á sviði fræðslu- og menntamála.

Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Sjónvarp atvinnulífsins var á staðnum, smelltu til að horfa.