Meðal 500 framsæknustu frumkvöðla Evrópu?

Fyrirtækið GrowthPlus birtir árlega Europe's 500 listann sem hefur að geyma upplýsingar um 500 framsæknustu frumkvöðla fyrirtæki Evrópu. Listinn er byggður á grundvelli upplýsinga sem fyrirtækið Europe Unlimited SA aflar sér beint frá fyrirtækjum. Samtök iðnaðarins, í samvinnu við iðnaðarráðuneytið, hafa tekið að sér að safna ábendingum um fyrirtæki sem geta komið til greina frá Íslandi. Europe Unlimited hefur síðan beint samband við fyrirtækin.

 

Árið 2001 komust sjö íslensk fyrirtæki á listann. Þau voru:

 

GoPro Landsteinar Group (16. sæti)

Oz.com (113. sæti)

TölvuMyndir (123. sæti)

Bakkavör (127. sæti)

Opin kerfi (143. sæti)

Delta (418. sæti)

Kögun (449. sæti)

 

Hafin er leit að ábendingum um fyrirtæki vegna lista ársins 2002. Sjá nánar á heimasíðu Samtaka iðnaðarins.