Með skapandi hugsun að vopni

Fjöldi fólks bregst nú við breyttum aðstæðum í atvinnulífinu með því að skapa sér sín eigin tækifæri. Á Torginu er verið að þróa fjölda viðskiptahugmynda og undirbúa stofnun fyrirtækja og í Borgartúni hafa undanfarnar helgar verið haldin fjölsótt stefnumót þar sem fólk viðrar viðskiptahugmyndir sínar og leitar að samstarfsaðilum. Næsta stefnumót verður á laugardaginn.

Torgið er viðskiptasetur og er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Landsbankans og Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, en opnun Torgsins er liður í samningi sem Samtök atvinnulífsins undirrituðu ásamt Nýsköpunarmiðstöð og SSF í október. Þrettán sprotafyrirtæki hafa hreiðrað um sig á Torginu og eru viðskiptahugmyndirnar fjölbreyttar, allt frá hugbúnaðarþróun fyrir gsm-síma til vöruhönnunar.

Nánari upplýsingar um Torgið á vef Nýsköpunarmiðstöðvar.

KOMA SVO! er yfirskrift stefnumóta sem fram hafa farið í Borgartúni undanfarna laugardaga en þar er hugmyndaríku fólki stefnt saman. Síðasta laugardag mætti Camilla Anderson norskur fjárfestir til leiks og miðlaði af reynslu sinni. Nú þegar eru nokkrir samstarfshópar komnir af stað eftir stefnumótin sem eru að skoða ný tækifæri og leiðir til að hrinda þeim í framkvæmd.

Blaðaumfjöllun - Camilla Anderson

Camilla Anderson lætur verkin tala svo eftir er tekið

Samtök atvinnulífsins eru meðal stuðningsaðila KOMA SVO! en næsta stefnumót fer fram laugardaginn 13. desember. Staðsetning: Maður lifandi, borgartúni 24 - fundarherbergi.  

KOMA SVO! Stefnumót 6. desember í Borgartúni

 Fullt var út úr dyrum á síðasta stefnumóti

Sjá nánar á vef SA - upplýsingar um tengiliði o.fl.

KOMA SVO! á Facebook

Umræður á Tengjumst.is