Markmið Staðlaráðs að auka samkeppnishæfni atvinnulífsins

Á aðalfundi Staðlaráðs sem fram fór í vikunni kom fram að stjórn þess hyggst veita allt að 5 milljónum króna til nýrra verkefna á sviði stöðlunar á vegum aðila þess. Á fundinum kom fram sú skoðun að með því að styrkja Staðlaráð enn frekar sem miðstöð stöðlunarstarfs á Íslandi, nýtist betur fjármunir sem eru til umráða í staðlastarfi. Markmið Staðlaráðs er m.a. að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.

Formaður Staðlaráðs, Guðrún S. Eyjólfsdóttir, setti aðalfundinn en ræðu hennar má nálgast hér að neðan. Hlutverk staðlaráðs er að standa straum af lögbundum verkefnum m.a. er varða þátttöku í mótun evrópskra og aðlþjóðlegra staða og sjá um að allir innviðir séu fyrir hendi fyrir staðlastarf á Íslandi svo sem rekstur skrifstofu, auglýsing frumvarpa, staðfesting staðla, útgáfa og sala, kynningarmál og námskeiðshald.   

Sjá nánar:

Ræða formanns Staðlaráðs á aðalfundi 2010 (PDF)