„Markaðstorg“ Samtaka ferðaþjónustunnar

Í tengslum við aðalfund SAF, Samtaka ferðaþjónustunnar, dagana 4.-5. apríl nk., standa samtökin fyrir svonefndu markaðstorgi SAF. Þar geta fyrirtæki komið vöru sinni og þjónustu á framfæri við ferðaskrifstofurnar en nær allar íslenskar ferðaskrifstofur eru í SAF. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu SAF.