Margeir Pétursson í Rödd atvinnulífsins í dag

Þriðji umræðuþáttur SA um íslenskt atvinnulíf verður sendur út á vef SA í dag kl. 17-18. Endurreisn og uppbygging verður þar í forgrunni. Rætt verður við Margeir Pétursson, stjórnarformann MP Banka,  um endurreisn íslenska bankakerfisins, MP banka og SPRON. Guðjón Már Guðjónsson segir frá  uppbyggingu Hugmyndaráðuneytisins og þeim hugmyndum sem þar hafa fæðst um hvernig hægt sé að byggja upp öflugt íslenskt þjóðfélag. Þá mun Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri CAOZ, ræða um atvinnusköpun og nauðsynlegan stuðning við lengra komnin sprotafyrirtæki auk þess að segja frá vinnslu teiknimyndar um þrumugoðið Þór.

Smellið á borðann hér að neðan til að hlusta á upptöku þáttarins 16. apríl.

Smelltu til að hlusta

Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á Útvarpi Sögu um allt land á eftirfarandi tíðnum:

FM 99,4 - Höfuðborgarsvæðið
FM 92,1 - Akureyri og nágr.
FM 99,1 - Selfoss og nágr.
FM 93,7 - Skagafjörður
FM 101,0 - Ísafjörður
FM 104,7 - Vestmannaeyjar