Mannvirki.is

Construct North - málþing og fagsýning Samtaka iðnaðarins verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 28. febrúar og í Laugardagshöll 1. til 3. mars næstkomandi. Í tengslum við verkefnið verður jafnframt haldið málþing um stjórnunaraðferðir í byggingariðnaði og útflutningsmöguleika, ráðstefna um CE-merkingar, þ.m.t. í byggingariðnaði og ráðstefna um mannvirkjagerð og nýsköpun í íslenskum áliðnaði. Þá hefur í tengslum við verkefnið verið opnaður fagvefur mannvirkjagerðar og byggingariðnaðar á Íslandi, Mannvirki.is. Sjá jafnframt frekari upplýsingar um Construct North verkefnið.