Málþing um starfsmenntun og fræðslu í atvinnulífinu

Landsmennt  efnir til málþings um starfsmenntun og fræðslu í atvinnulífinu í lok maí. Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni en á þinginu verður einnig fjallað um starfsemi Landsmenntar. Í fyrra veitti sjóðurinn fræðslustyrki til 79 fyrirtækja fyrir um 17 milljónir króna. Þá voru veittir 1866 styrkir samtals að upphæð 46 milljónum króna. Málþingið verður í Skíðaskálanum í Hveradölum 30. maí kl. 11.30 - 15.30.

Fulltrúum fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsinser boðið til málþingsins ásamt aðstandendum Landsmenntar, aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands á landsbyggðinni og fulltrúum frá símenntunarmiðstöðvum landsbyggðarinnar. Landsmennt mun bjóða þátttakendum upp á hádegisverð og kaffi. 

Dagskrá

11:15   Mæting í Skíðaskálann í Hveradölum

11:30   Ávarp frá formanni stjórnar Landsmenntar, Aðalsteini Á. Baldurssyni

11:50   Erindi um starfsemi Landsmenntar; Kristín Njálsdóttir, forstöðumaður

12:20   Hádegisverður

13:20   Starfsmenntun og fræðsla í atvinnulífinu frá sjónarhóli fyrirtækja

            Steinunn K. Pétursdóttir, starfsmannastjóri hjá Smellinn hf. Akranesi

13:40   Starfsmenntun og fræðsla í atvinnulífinu frá sjónarhóli stéttarfélags

            Þórunn Kristinsdóttir, formaður Stjörnunnar í Grundarfirði

14:10   Kaffi

14:30   Starfsmenntun og fræðsla í atvinnulífinu frá sjónarhóli símenntunar

            Ásmundur Sverrir Pálsson, framkv.stj. Fræðslunets Suðurlands

15:10   Umræður

15:30   Samantekt og dagskrárlok. 

  

Tekið er á móti skráningu fram til 25. maí á skrifstofu Landsmenntar -  með tölvupósti á netfangið landsmennt@landsmennt.is eða í síma 599 1450.