Málþing um starfsendurhæfingu
Þriðjudaginn 13. nóvember nk. verður haldið málþing um mikilvægi
starfsendurhæfingar í þeim tilvikum þegar einstaklingar hafa verið
lengi frá vinnu vegna veikinda eða slysa. Að málþinginu standa
Samtök atvinnulífsins, Tryggingastofnun ríkisins, Landssamtök
lífeyrissjóða, ASÍ, Vinnumálastofnun og Samstarfsráð um
endurhæfingu. Reynslan sýnir að löng fjarvera hefur áhrif á
sjálfsbjargarviðleitni og sjálfsöryggi, eykur kvíða og leiðir
jafnvel til þunglyndis. Þessir einstaklingar eiga í mörgum tilvikum
ekki afturkvæmt út á vinnumarkaðinn og enda að lokum á örorkubótum.
Talið er að markviss aðstoð og endurhæfing geti skipt sköpum sé hún
veitt í tæka tíð. Markmið málþingsins er að skapa umræðu um
skipulag starfsendurhæfingar á Íslandi og leiðir til úrbóta.
Málþingið verður haldið 13. nóvember nk. kl. 13 - 16, á Grand Hótel Reykjavík