Málþing um eignarrétt á auðlindum í jörðu

Þriðjudaginn 4. desember stendur RSE fyrir málþingi um eignarrétt á auðlindum í jörðu. Fjallað verður um hverjir eigi auðlindirnar og hvernig eignarhaldi sé best fyrir komið. Málþingið fer fram á Hótel Sögu (Harvard-sal 2. hæð) og hefst kl. 16:00. Framsögumenn verða Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður og dósent við Háskóla Íslands og Ragnar Árnason prófessor við Háskóla Íslands. Að loknum framsögum verða pallborðsumræður. Ásamt framsögumönnum munu Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins, Sigurður Líndal prófessor við Háskólann á Bifröst og Birgir Þór Runólfsson dósent við Háskóla Íslands taka þátt. Gert er ráð fyrir að fundi ljúki eigi síðar en kl. 18:00. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. Sjá nánar á vef RSE