Málþing um barnvænt samfélag í fyrramálið

Samtök atvinnulífsins, Félag leikskólakennara og Heimili og skóli - landssamtök foreldra efna til opins málþings um barnvænt samfélag í fyrramálið, þriðjudaginn 10. nóvember á Grand Hótel Reykjavík. Málþingið fer fram í Gullteig og stendur frá kl. 8-11. Markmið með málþinginu er að skapa tækifæri fyrir hagsmunaaðila til að ræða um barnvænt samfélag út frá ólíkum sjónarhornum. Rúmlega 150 manns hafa skráð sig til leiks nú þegar en skráningu lýkur í dag.

Skráning fer fram á vef SA - ekkert þátttökugjald.

Dagskrá málþingsins má nálgast hér (PDF) 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU